hvað á ég að gera svo???

Jæja þar sem ég komst að því að það er ekkert grín að vera með sitt fyrsta barn og ætla að gera allt hluti 100% rétt .Ónei það er sko ekki  möguleiki skal ég segja ykkur ...... nú til að byrja með þá efnir allt í það að barnið fái ekki leikskólapláss fyrr en seint og síðarmeyr samt sótti ég um fyrir hana þegar hún var 1 árs eins og leikskólastjórinn sagði mér að gera okei jú ég er frekar fúl enda liggur eingin smá peningur í dagmömmum þessa dagana. það virðis sem barnið mitt borði fyrir rúman 17000 krónur á mánuði og svo er umönnunin töluvert meiri . jú allt í lagi þetta er erfitt og krefjandi starf og allt það en ég er bara svo pirruð að þær sem eru dagmömmur geta hækkað plássin hjá sér bar a eins og þeim sýnist en það hækkar aldrei mótframlagið hjá bænum þannig að það fer að verða spurnin hvort að maður ætti ekki bara að fara að fara í skóla bara svona rétt á meðan stelpan er hjá dagmömmu til að fá hana ódýrari en þá missi ég tekjurnar og þá kannski verður það ekkert auðveldara .

 

Úff svo ég tali nú ekki um það að rembast við það að reina að fá lækna til að sinna barninu manns anna hvort er maður móðursjúkur eða bara einfaldlega frekur eða guð má vita hvað mér leiðist svo þetta viðmót lækna til ungra mæðra það er eins og við séum gersamlega stúpit bara af því að maður eignaðist barn fyrir 25 ára aldurinn . Þannig að í dag fer ég með mömmu minni til læknisins og með barnið mitt þannig að ég fá einhver svör við þeim spurningum sem ég spyr.

 

nú svona fyrst að ég er nú byrjuð á þessu barnaveseni þá get ég alveg eins klára að pirra mig aðeins á þessu , það er þetta með fólkið sem á börn og er ekki í sambúð okei ég verð að viðurkenna það að ég er það stól heiðalega að ég skráði mig í sambúð leið og ég keypti húsið mitt og allt það og er þar að leiðandi ekki að svíkja einn né neinn . En ég get alveg orðið óð á fólki sem fær t.d barnabætur á 3 mánaða fresti ég þekki til dæmis konu sem er býr með manni og hún á 2 börn en ekki með manninum sem hún byr með þau eru ekki skráð í sambúð en þau nota barnabæturnar sem hún fær til að fara il útlanda bara tvö saman til að komast frá börnunum og annað og þið verðið að fyrirgefa þetta fer alveg svakalega í taugarnar á mér og ég skil ekki og get ekki skilið af hverju það er ekki hægt að fylgjast betur með þessu en gert er það á ekki að vera nokkuð vandamál að komast að þessu eða neitt fólk svoleiðis auglýsir þetta í vinnunni hjá sér og annarstaðar þannig að fólk á að tilkinna þetta þannig að einmitt við séum ekki að borga utanlandsferðir fyrir fólk sem á þær ekki inni hjá okkur .

 

jæja nú er ég búinn að vera nóg og bitur í dag endilega commentið á þetta ég veit að fólk hefur ekki sömu skoðanir á þessu og ég og langar aðeins að sjá hvernig þetta er hjá örðum

 

kv Kristrún heiða  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Þetta með verð á dagmömmu...sammála

Þetta með leikskólaplássin.... sammála, þeas hef ekki reynt það í Hveró heldur bara Reykjavík (en bíddu var ekki verið að stækka leikskólann í Hveragerði svo svakalega að það áttu bara engin börn að þurfa að bíða?)

Þetta með sambúðarskráninguna (þó svo að það eigi ekki við í því tilfelli sem þú nefnir) Þá hafa ekki allir ráð á því að skrá sig í sambúð, þar sem sumir hafa þannig tekjur að það er bara einfaldlega ekki í boði, þessvegna ætti að bæta kjör fyrir þá sem eru illa staddir fjárhagslega, ss láglaunafólk, til þess að það geti skráð sig stolt í sambúð, er nebblegast viss um að það myndu margir gera ef þeir bara gætu.

Þetta með læknavesenið, eins og þú veist var mamma mín bara móðursjúk þegar ég var lítil, sem á stærstann þátt í því hversu illa mér gengur núna með nýrun, þar sem enginn vildi hlusta fyrr en allt allt allt of seint.... óþolandi

Og með það sem þú kommentaðir á mína síðu...... því miður Kristrún mín þá ætla ég rétt að vona að ég þurfi nú ekki að ganga með alveg fram á ammælið þitt, en ég lofa að gera mitt besta ef ég fer svo langt

Ylfa Lind Gylfadóttir, 22.5.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband