Jákvæðni Skiptir öllu máli

Jæja elskurnar þá er nú komið að því að ég ákvað að vera aðeins jákvæð ég er ekki búinn að vera neitt nema neikvæð núna upp á síðkastið þannig að nú hugsa ég að ég finni mér eitthvað jákvætt að blokka um. Nú til dæmis þá er ég farinn að annaðhvort ganga eða hjálpa í vinnuna sem er bara gott fyrir mig og Sigurdísi líka Grin

Ég er samt búinn að vera að spá ýmislegt þessa vikuna og þá síðustu líka þannig er nú mál með vexti að eins og ég hef sagt hérna þá var ég alltaf að fá í bakið og gat ekki með nokkru móti hreyft mig og þetta var að gerast vað eftir annað og við bara hreinlega skildum ekki hvað var að gerast með líkaman á mér þannig að ég er núna búinn að vera hjá honum Sturla sem er heimilislæknirinn minn og er hann búinn að sjá það bara með því að setjas niður og tala aðeins við mig og spyrja mig spurning sem tengjast mér og mínu lífi þá fann hann það út að það sem er að hrjá mig þessa dagana er kvíði og það lýsir sér þannig að þegar ég er að fá kvíðaköst sem var farið að gerast ansi oft núna síðustu mánuði þá fæ ég í bakið vegna þess að taugarna sem valda þessum kvíða og kvíðin sjálfur ræðst alltaf á veikasta staðinn í líkamanum og þar að leiðandi fer allt í klessu hjá mér .

 

þannig að núna þessa dagana ætla ég mér að ná mér af þessum kvilli mínum og ég skal gera það með öllu mínum lífsins sálar kröftum og ætla ég mér að gera það með allri þerri hjálp sem ég hugsanlega fengið og það skal eingin einusinni hugsa um það að ég geti það ekki Grin

 

þannig að næst daga ætla ég að vera jákvæð og hress og skemtilega  og láta mér líða vel með fjölskyldunni minni og öllum sem mér þykir vænt um .

 

jæja ég ætla að ljúka þessari færslu hérna í bili en ég verð dugleg að reina að henda inn uppl. um kvíða og hvað veldur honum og hvaða úrræði eru til fyrir fólk sem þjáist af þessum kvíða og þið sem eruð með uppl. sem þið viljið deila með mér þá endilega láta mig því ég er að reina að lesa mig til og vona að það geti hjálpað mér eitthvað líka .

kv kristrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Kvíðaköst væntanlega orsaka herping og krampa í vöðvum, maður finnur bara þegar kvíðinn sækir á mann hvað maður herpist allur upp og þá fer allt til helvítis!!

En jákvæðni skilar miklu og langar mig líka að benda þér á svolítið sem kallast HAM eða huglæg atferlismeðferð, þar sem fólki er kennt að lifa með og vinna í svona veikindum og hafa þeir sem ég þekki til og hafa stundað þetta lýst alveg ótrúlegum bata, bara með því að fá að læra og skilja hvað er í gangi, enda held ég að margt af því sem hrjáir okkur í dag, versni vegna einmitt þess að við vitum ekki hvað er í gangi sem orsakar hræðslu, og kvíða

Að lokum Kristrún mín SNÚNINGSLAK það er málið hehe

Ylfa Lind Gylfadóttir, 26.5.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband