Nú það er ekki frá sögu færandi að ég fór í Max raftæki á mánudaginn síðastliðin og var að kaupa mér Geisladisk , og þar sem ég er að fara að borga diskinn þá sé ég að þar er kona með strákinn sinn og hann hefur nú ekki verið mikið eldri en svona 13 ára, nú jæja konan er búinn að borga allt sitt og ekkert mál og þá ætlar strákurinn að borga tölvuleikin sem hann var með og þar sem leikurinn sem hann var að kaupa var bannaður innan 18 ára þá að sjálfsögðu spurði afgreiðsludaman strákinn hvort að hann væri með skilríki og þá bara missti móðurinn sig og spurði hvort að hún sæi ekki að hún stæði þarna og hún hefði bara ekkert með að spyrja barnið um skilríki ........... WAT. ég var ekki alveg að átta mig á þessu ég veit að það er ástæða fyrir því að þessir leikir eru bannaðir og annað en að konan skildi bara missa sig yfir þessu það fannst mér frekar gróft .
nú kannski er ég bara svona svakalega gamaldags að ég er ekki viss um að ég myndi kaupa þetta fyrir börnin mína eða systkini mín.
jæja þá ætla ég að kveðja í bili
frú busk
Athugasemdir
Og sennilega myndi þessi sama kona hringja alveg brjáluð í verslunina ef krakkinn hennar kæmist upp með að kaupa leik sem ekki væri henni að skapi og hún fjarstödd við kaupin. Æsa sig yfir því að hann hafi ekki verið beðinn um skilríki. Sumu fólki er bara ekki viðbjargandi.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.5.2008 kl. 20:42
Enn fyndnara finnst mér að ef konan hefur endilega viljað þennann viðbjóð í barnið sitt, að afhverju í andskotanum greiddi hún ekki leikinn fyrir hann, þó svo að það hefði verið gert með hans peningum, hver ætli hugsunin hafi verið á bakvið það að þurfa nauðsynlega að flækja málið?
Ylfa Lind Gylfadóttir, 11.5.2008 kl. 16:29
já það er einmitt málið akkuru í anskotanum fór hún að flækja þetta einhvað frekar með því að láta strákin borga þetta og þar að leiðandi fremja "lögbrot" spurning hvort að við getum gert þetta fyrir börnin okkar líka þegar þau ætla að fara að byrja að reykja nei ég bara segi svona .
Kristrún Heiða Þórarinsd Busk, 12.5.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.