Okei vá hvað heppnin eltir mig þessa dagana . Nú þetta byrjar nú allt þannig að ég fékk upplýsingar um það að ég þarf að flytja út úr húsinu sem hveragerðisbær er með á leigu fyrir okkur þann 13 sept og fólkið sem á að vera og er að leita af íbúð handa okkur er ekki að finna neitt!! Kannski er það svosem ekkert skrítið þar sem við erum með Labrador hund sem er óvenjulega stór. Nú jæja allavega svo kemur það í ljós að við erum ekki að fá almennilegt mat á húsið okkar eftir skjáltan en það er svosem ekkert nýtt að það standist ekki allt sem viðlagatrygging segir þetta er ekki bara seinvirkt heldur stenst orðið engar tímasetningar sem þeir gefa ekki neinar sko . Nú ekki nóg með það að í dag þá var klesst á mig og bíllin minn er ekki í besta ástandi í heimi það er hægt að keyra hann en ég þori nú ekki að fara langt á honum . ég er nú samt sem áður heil heilsu og hef það gott verð frá vinnu næstu 2 til 3 daga vegna mikil eymsla í bæði baki og mjöðm og öxlinni vinstramegin. Þannig að það er búið að vera mikið að gera núna upp á síðkastið hjá mér . jæja það hlýtur einhvað að fara að gerast sem er jákvætt . ég hlakka bara til að geta farið að vinna í húsinu mínu og fara að eignast heimili aftur til að koma fjölskyldan geti farið að lífa eðlilegu lífi .
kv kristrún heiða
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.